Niðurröðun leikja
|
Erfiður fyrsti leikur frammundan í Eyjum
|
Nú hafa verið sett fram fyrstu drög að leikskipulagi riðlanna í 3. deild fyrir komandi sumar. Riðlakeppnin hefst samkvæmt þeim þann 21. maí og mun Hamar byrja á erfiðasta útileik tímabilsins með ferð til Vestmannaeyja. Það verða að teljast góð tíðindi að ljúka eina ferðalaginu strax og koma því frá. Því næst er útileikur gegn KFR á Hvolsvelli þann 25. maí á ilmandi grænu grasi. Þriðji leikur tímabilsins er svo fyrsti heimaleikur okkar í riðlinum þann 5. júní gegn Ými en eins og alþjóð veit eigum við heimaleik í bikarnum gegn Hvíta Riddaranum þann 17. maí. Annars eru drög að öllum leikjum tímabilsins
hér.