mánudagur, janúar 22

Leikmannafundur

Bækur áritaðar af
Bjössa verða til
sölu á morgun
Á morgun þriðjudaginn 23. Janúar verður haldinn leikmannafundur í íþróttahúsinu í Hveragerði með stjórnarmönnum, þjálfara og leikmönnum. Þar mun meðal annars Rafn Haraldur Rafnsson Þjöppumálaráðherra kynna fyrirhugaða þjöppu næstu helgi og Björn Björnsson mun lesa valda kafla úr nýútgefinni bók sinni "The Serbs". Þjálfari og stjórnarmenn munu svo kynna áætlun og markmið komandi vikna og mánaða og leikmenn geta sagt sínar skoðanir og komið með sínar hugmyndir á þeim málefnum sem rædd verða.

Eftir fundinn verður fyrsta æfing undir stjórn Boban Ristic haldin en ætla má að hún verði létt og skemmtileg og einungis ætluð til þess að þjálfari og leikmenn kynnist örlítið svona rétt áður en alvaran hefst.

Leikmannafundurinn er klukkan 21:20 og æfingin 22:00 og er skyldumæting fyrir alla Hamarsmenn!