Æfingaleikur
Bí, bí og bla, bla! |
Fyrsti æfingaleikur Hamars þetta árið verður í kvöld, föstudagskvöld, gegn nýliðunum frá Álftanesi. Álftnesingar senda nú inn lið til keppni í Íslandsmóti í fyrsta skipti og hafa nú þegar nælt sér í marga öfluga leikmenn. Nægir þar að nefna gömlu kempuna Ómar Bendtsen og Kjartan Atla sem skorað hefur 30 mörk í 34 leikjum undanfarin ár fyrir Ými.
Leikurinn fer fram á ÍR vellinum klukkan 21:00 í kvöld en mæting á staðinn klukkan 20:15. Lagt verður af stað frá Hveragerði klukkan 19:30 og eru allir sem hafa verið að mæta á æfingar boðaðir í leikinn.