fimmtudagur, mars 8

Æfingaleikir

KFR eru næstir
Vegna anna vefumsjónadeildar hefur heimasíðan okkar verið í ólagi undanfarnar vikur og eru hér með allir sem eiga í hlut beðnir innilegrar afsökunar á því. Úr þessu hefur verið bætt og verður bætt enn frekar á komandi vikum með auknum viðbótum og tíðari fréttum. Allar ábendingar eru vel þegnar, til dæmist hvort að þessi síða sé betri en hin eða ekki?

Síðustu þrjár helgar höfum við spilað æfingaleiki með misjöfnum árangri. Fyrsti leikurinn var gegn Álftanesi og var ljóst eftir þann leik að liðið var langt frá því að vera tilbúið. Leikurinn endaði 8-2 fyrir álftnesinga sem eru með stóran og góðan hóp. Leikur tvö var gegn Ægi en þar gekk eilítið betur. Lokatölur voru 1-0 Hamar í vil en sigurinn hefði hæglega getað endað Ægismeginn. Síðasta laugardag spiluðum við svo við Ými í Kópavogi. Við vorum með 90% possesion í fyrri hálfleik og óheppnir að skora ekki fleiri en eitt mark. Í seinni hálfleik jöfnuðu Ýmismenn snemma og komust inn í leikinn en á endanum náðum við loks að skora tvö mörk og tryggja okkur 3-1 sigur.

Það hefur verið ágætur stígandi í leik liðsins í þeim æfingaleikjum sem spilaðir hafa verið og vonandi að það haldi áfram. Næsta laugardag mætum við KFR í fyrsta skipti í áraraðir og verður spennandi að þukla aðeins á þeim fyrir átökin í sumar.