mánudagur, janúar 15

Tilvonandi þjálfari

Þjálfarinn vill ekki
taka af sér grímuna
fyrir undirskrift

Stjórnarmenn hafa undarfarna daga verið í viðræðum við þjálfara um stjórnun liðsins á tímabilinu og gert er ráð fyrir að það skýrist á næstu dögum hvort af verður. Þessi tilvonandi þjálfari mun mæta annað kvöld, þriðjudagskvöld, á æfingu í íþróttahöll Hveragerðis og þefa undir handarkrika og þreifa á manndómi manna til að athuga hvort að menn hafi það sem til þarf. Leikmenn eru hvattir til að mæta og sýna sig og sjá þennan tilvonandi þjálfara en hann mun þó verða grímuklæddur eins og á myninni sem tekin var í gær.

Af leikmannamálum er það að frétta að besti maður liðsins síðastliðið tímabil, Robert Mitrovic, hefur samþykkt að koma til liðs við meistaraflokkinn á ný nú í sumar og er hafin vinna við að útvega tilskilin leyfi fyrir hann. Óvíst er hvort Kristmar Geir Björnsson muni spila með næsta sumar, en frést hefur að ,,gamli stormsentrerinn af mölinni” hafi keypt skóáburð í Bónus í síðustu viku, því eru nokkrar líkur á að Kristmar nái í takkaskóna sína úr skúrnum og pússi þá upp fyrir tímabilið. Sauðkrækingarnir Árni, Steini, Binni og Árni Geir eru ennþá spurningamerki en með hækkandi sól og grænna grasi getur allt gerst.

Hamarsmenn leggja annars mikla áherslu á að halda öllum öðrum leikmönnum liðsins áfram innan sinna vébanda og stefna þá einnig á að styrkja hópinn með nokkrum nýjum leikmönnum sem liðið á í viðræðum við þessa dagana.