miðvikudagur, janúar 17

Nýr þjálfari ráðinn

Boban Ristic ásamt andlitum
hamars út á við
Nú hefur gengið frá ráðningu nýs þjálfara meistaraflokks Hamars fyrir komandi keppnistímabil en skrifað var undir samning við Boban Ristic fyrir skömmu og hefur hann nú tekið til starfa við að fínpússa Hamarsliðið fyrir baráttuna í sumar. Boban Ristic kemur frá Serbíu en hefur íslenskt ríkisfang. Hann kom fyrst til landsins 1998 og lék við góðan orðstír með KVA í 1. deildinni þar sem hann spilaði samtals 19 deildar- og bikarleiki á tímabilinu og skoraði í þeim 12 mörk. Þaðan lá leið hans í Stjörnuna og lék hann í Garðabænum tvö tímabil, annað í úrvalsdeildinni árið 2000. Boban spilaði 39 leiki og skoraði 12 mörk áður en hann hélt til Víkings R. 2001 og lék með þeim eitt tímabil í 1. deildinni. Eftir það lék Boban með Aftureldingu í 1. og 2. deild sumrin 2002 og 2003. Það er því ljóst að við Hamarsmenn höfum náð okkur í mikinn reynslubolta því Boban hefur leikið 109 leiki á 6 árum í þrem efstu deildum Íslandsmótsins og skorað í þeim samtals 33 mörk.

Með tilkomu nýs þjálfara hefjum við nú undirbúning á fullu fyrir næsta keppnistímabil þar sem stefnan er tekin á sæti í úrslitakeppni 3. deildar með það að markmiði að koma okkur upp úr draugadeildinni þriðju og sigla á ný mið. Við áttum okkar besta tímabil frá stofnun félagsins síðastliðið sumar og stefnan verður sett enn ofar í sumar. Útlit er fyrir að við höldum flestum leikmönnum frá því í fyrra þó enn sé ófyrirséð með nokkra. Við stefnum á að styrka hópinn eitthvað eftir því sem þörft krefur en það mun koma í ljós þegar Boban hefur skoðað almenninlga það sem hann hefur í höndunum nú þegar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Boban Ristic við undirritun samningsins við Hamar. Fremri röð f.v. Hjörtur Sveinsson, formaður; Boban Ristic og Valgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri. Aftari röð f.v. leikmenn Hamars; Sigurður Gísli Guðjónsson og Helgi Guðnason.