Stjórnarfundur
Fabio kemur inn í stjórnina |
Til að ná þessum markmiðum buðu sig þrír einstaklingar fram til stjórnarstarfa. Það þýðir að nú sitja rúmlega helmingi fleiri í stjórn en hafa gert undanfarin ár. Þessir þrír fallegu drengir eru:
Björn Björnsson: Björn hefur verið valin leikmaður ársins af stuðningsmönnum félagsins síðustu þrjú tímabil og er einkar vinsæll meðal bæjarbúa jafnt sem liðsmanna. Hann kemur því inn í stjórn meistaraflokksins sem tengiliður við stuðningsmenn bæjarfélagsins og almennur skemmtikraftur og mun taka að sér ýmis störf.
Rafn Haraldur Rafnsson: Rafn hefur verið fyrirliði liðsins meira og minna síðustu fjögur árin og verið það samfleytt síðustu tvö tímabil. Rafn Kemur því inn í stjórn liðsins sem leiðtogi andlegrar og líkamlegrar virkni hópsins og mun því verða tenging liðsheildarinnar inn í stjórnina.
Tryggvi Torfason: Tryggvi er einn af framtíðar hlekkjum Hamars. Hann, ásamt félögum af sömu kynslóð, hafa verið að koma sterkir inn úr uppeldisstarfi félagsins og koma til með að spila lykilhlutverk í velgengni félagsins á komandi árum. Tryggvi kemur því inn sem tenging yngri kynslóðarinnar við stjórnina og félagið í heild og hefur það metnaðarfulla hlutverk að vera leiðandi í því að brúa kynslóðarbilið og koma hagsmunum yngri kynslóðarinnar til stjórnar og vice-versa.
Hina þrjá stjórnarmeðlimina er óþarft að kynna, en bráð nauðsynlegt samt þar sem þeir eru allir einstaklega fallegir einstaklingar bæði á líkama og sál.
Hjörtur formaður: Mun halda þeim titli undir breyttum formerkum en hann hafði tilkynnt að líklega myndi hann stíga niður. Til þess að koma í veg fyrir að þessi aðal driffjöður félagsins yfirgæfi okkur var fenginn hámenntaður stjórnmálafræðingur til að fara í gegnum stofnanna-strúktur félagsins og með breyttum áherslum hefur Hjörtur samþykkt að vera áfram formaður og leiða hópinn. Það verður þó undir töluvert breyttum formerkjum en nýju stjórnarmeðlimirnir koma til með að taka á sig hluta þeirra ábyrgða sem Hjörtur lætur frá sér.
Valli framkvæmdarstjóri: Valli kom inn í starf meistaraflokksins síðasta vor og má segja með sanni að hann hafi sparkað í rassgatið á allri starfsemi flokksins. Hann mun áfram gegna þessu mikla starfi og væntanlega verða áfram ótæmandi brunnur hugmynda og keyra áfram af brennandi áhuga og alúð gagnvart félaginu líkt og síðasta ár.
Björn Ásgeir snillingur: Það er óþarft að hafa fleiri orð um þennan mikla mann.