föstudagur, mars 7

Lengjubikarinn og nýir leikmenn

Boltinn byrjaður að rúlla
Næsta sunnudag, þann 9. mars, hefja Hamarsmenn leik í B-deild Lengjubikarsins. Mótherjar okkar eru Víðismenn úr Garðinum sem sigruðu 3. deildina í fyrra og munu þ.a.l. vera með okkur í 2. deildinni á komandi tímabili.Þessi leikur verður fyrsti opinberi mótsleikur fimm nýrra liðsmanna Hamars. Þeir Ágúst Ingi Brynjarsson (KFS), Almar Björn Viðarsson, Hilmir Hjaltason, Kristinn Aron Hjartarson og Ágúst Örlaugur Magnússon (allir frá Kára) skiptu yfir til Hamars í vikunni og eru því löglegir í leikinn. Þá skiptu einnig "gamlir" Hamarsmenn yfir til okkar, Markverðirnir Simmi (Selfoss) og Hlynur (Ægir) eru nú löglegir eðalknattspyrnumenn og munu klæðast fallega bláa Hamarslitnum í sumar.

Við hvetjum Hvergerðinga sem og aðra unnendur sambabolta að kíkja í Reykjaneshöllina á sunnudaginn kl.14:00 og styðja við bak okkar manna. Frést hefur að formaðurinn muni mæta á svæðið með kaffi og kleinur fyrir ferðalanga úr Hveragerði og því ætti enginn að verða svikin af ferð til Keflavíkur.

Hamar að spila, heitt kaffi og mjúkar kleinur... það gerist varla betra

Hamar... bezt í heimi!!!