mánudagur, júní 4

Fyrsti heimaleikur í kvöld

Íslandsmótið í kvöld
Hamar mætir Ými úr Kópavogi í kvöld í þriðju umferð A-riðils 3. deildar og fer leikurinn fram á Grýluvelli. Ýmismenn unnu lið KB örugglega í síðustu umferð og unnu þeir 2. deildar lið ÍH í visa bikarnum á fimmtudaginn. Ýmismenn hafa styrkt sig mikið á undanförnum vikum en fjölmargir leikmenn úr HK spila nú með liðinu.

Allur æfingahópur Hamars er boðaður í leikinn og verður 16 manna hópur tilkynntur klukkutíma fyrir leik. Það er mæting klukkan 18:45 í íþróttahöll allra Hvergerðinga.

Heimasíða Ýmis
Veðurspáin