föstudagur, júlí 27

Mikilvægur sigur í Kópavogi

Smelltu til að sjá stöðuna í riðlinum
Hamar vann Ými 0-1 í Kópavogi í kvöld en sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir stöðu liðsins í riðlinum. Á sama tíma gerðu Ægir og KFS jafntefli í Þorlákshöfn en þessi lið eru í 3. og 4. sæti riðilsins.....

Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var eign Hamarsmanna. Engan bilbug var að finna á liðinu og útlit var fyrir að leikurinn yrði ganga í garðinum. Það gekk hins vegar illa að finna netmöskvana en Boban skoraði eina mark fyrri hálfleiksins með hnitmiðuðu vinstrifótarskoti í hægra hliðarnet andstæðinganna. Staðan þokkaleg og ekkert útlit fyrir breytingu á því.

Í seinni hálfleik virtust Hamarsmenn hins vegar gleyma markmiði leiksins. Menn duttu algjörlega á hælana og Ýmismenn gengu á lagið. Allan hálfleikinn voru Ýmismenn líklegri til að skora en Hamar. Þeim gekk þó illa að koma sér í markverð færi og þrátt fyrir að berjast líflega tókst Ýmismönnum ekki að skora og Hamarsmenn héldu fengnum hlut. 0-1 sigur staðreynd og Hamarsmenn fegnir að heyra síðasta flaut kvöldsins.

Byrjunarliðið:
Rocky(m)
Önni(f) - Sammi - Marri - Björn Aron
Rafn - Svenni - Vladan - Helgi
Boban - Siggi Gísli

Bekkurinn:
Ásgeir - Bjarni - Danislav - Egill - Simmi(m)

Liðstjórn:
Hjörtur og Lilja Rún