þriðjudagur, júní 5

Sigur á Grýluvelli

Zoran öruggur á punktinum
Mynd: gks

Hamar tók í gær á móti b-liði HK sem spilar undir merkjum Ýmis í 3. deildinni. Veðrið var ekki fýsilegt til knattspyrnuiðkunar, hífandi rok og grenjandi rigning á köflum.....

Hamarsmenn byrjuðu á að spila á móti sterkum vindinum en það kom ekki að sök því liðið spilaði glæsilegan fótbolta frá fyrstu mínútu þar sem boltinn gekk vel innan liðsins og margar glæsilegar sóknir litu dagsins ljós. Það voru þó Ýmismenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu er Rafn felldi sóknarmann Ýmis klaufalega eftir misheppnað hreinsun hjá Robert. Staðan 0-1 fyrir Ými strax á 4. mínútu. Frá þeirri mínútu var aðeins eitt lið á vellinum, Hamar gjörsamlega tætti sundur Ýmis liðið og áttu nokkur upplögð marktækifæri, m.a. sláarskot. Á 32. mínútu var svo brotið á Sigurði Gísla innan teygs og skoraði Zoran örugglega af punktinum, staðan orðin 1-1 og þar við sat í hálfleik.

Með vindinn í bakið byrjuðu Hamarsmenn seinni hálfleikinn af krafti og sóttu mjög stíft. Strax á 48. mínútu var svo aftur brotið á Sigurði Gísla innan teygs og réttilega dæmd vítaspyrna. Eitthvað fór sá dómur illa í einn leikmann Ýmis sem uppskar rauða spjaldið og gat því hlýjað sér í rútunni lungann úr seinni hálfleiknum. Zoran fór því aftur á punktinn og skoraði af öryggi, staðan því orðin 2-1 fyrir Hamar. Um miðjan hálfleikinn fóru Ýmismenn að sækja í sig (ó)veðrið og fengu nokkur hálffæri án þess þó að skapa mikla hættu við mark Hamarsmanna, fyrir utan eina sókn er skot þeirra fór framhjá markinu. Frekar slakur dómari leiksins flautaði hann svo af nákvæmlega á 90. mínútu, líklegast hans besta ákvörðun (fyrir utan vítaspyrnurnar tvær sem Hamar fékk) í leiknum.

Lið Hamars:
Robert(m)
Rafn(f) - Sammi - Zoran - Björn Aron
Danislav - Svenni - Boban (Helgi 81.) - Björn B (Árni Geir 85.)
Siggi Gísli - Kristmar

Mörk Hamars:
Zoran 2 (32.vsp., 48.vsp.)

Bekkurinn:
Egill - Tryggvi - Ásgeir

Liðsstjórn:
Hjörtur - Önni - Siggi Gú

Frétt á Suðurland.is
Heimasíða Ýmis
Leikskýrsla KSÍ (ekki komin)