Jafntefli í eyjum
Lesið yfir mönnum í hálfleik |
Fyrri hálfleikur var tíðinda lítill og báðum liðum gekk illa að ná tökum á boltanum. Leikurinn fór að mestu fram á miðjunni þar sem hart var barist en lítið komist áfram. Í síðari hálfleik virtust leikmenn KFS ætla að tryggja sér sigurinn en þeir fengu tvö dauðafæri sem hæglega hefðu getað gert út um leikinn. Rocky var þó öflugur í markinu og sá til þess að Hamarsmenn voru enn með stig. Þegar leið á seinni hálfleikinn sótti Hamar í sig óveðrið og á tímabili fór leikurinn að mestu fram í vítateig KFS en á milli sóttu þeir hratt og reyndu að lauma inn marki. Þegar fáeinar mínútur voru eftir af leiknum fengu Hamarsmenn eina af mörgum hornspyrnum í leiknum og úr henni átti Svenni þrumu skalla í stöng. Boltinn barst út í teiginn og hoppaði þar og skoppaði en ekkert skot náðist á markið. Þar við sat og Kjartan Björnsson ágætur dómari leiksins flautaði ósköpin af.
Í hnotskurn: Erfiður slagveðurs viðbjóður og lítill fótbolti í gangi. Þó er alltaf gott að ná í stig í Vestmannaeyjum og ef ég þekki mína menn rétt eiga einhverjir eftir fara aftur út til eyja og ná í fleiri stig er kennd eru við karlmennsku seinna í sumar.
Byrjunarliðið
Rocky(M)
Önni - Zoran - Helgi - Bjössi
Atli - Svenni - Rafn(F) - Danislav
Boban(Þ) - Siggi
Bekkurinn
Ásgeir - Egill - Heimir - Sammi - Tryggvi
Liðsstjórn
Hjörtur - Siggi Gústafs
Leikskýrsla KSÍ HÉR
Myndir úr ferðinni og leiknum HÉR
KFS-menn segja þetta HÉR
Þær breytingar hafa verið gerðar á æfingaáætlun að miðvikudagsæfingin hefur verið felld niður af augljósum ástæðum. Þannig að það eru æfingar á þriðjudag og fimmtudag klukkan 19:00 á Grýluvelli og svo leikur á föstudag á Hvolsvelli.