föstudagur, maí 25

Haldið á söguslóðir

Bjössi og Siggi að athuga
drykkjarföngin fyrir austan
Í dag halda Hamarsmenn á slóðir Gunnars og Hallgerðar Langbrókar þegar haldið verður á Hvolsvöll og spilað gegn Knattspyrnufélagi Rangæinga. Þessi lið hafa ekki mæst opinberlega en liðin skildu jöfn 0-0 í æfingaleik í Árbænum í vor. Ein breyting er á leikmannahópi Hamars frá því í síðasta leik en þessir sextán eru í hópnum:

Robert - Sammi - Boban - Zoran - Helgi - Svenni - Önni - Rafn - Atli - Siggi Gísli - Bjössi - Marri - Tryggvi - Heimir - Ásgeir - Danislav

Það er mæting í súpu og brauð á Kaffi Kidda Rót klukkan 17:00 og lagt verður af stað þaðan klukkan 17:50.

Veðurspá
Heimasíða KFR