Bikarinn í dag
|
Menn að ganga til hálfleiks í leiknum gegn KFR
|
Hamar spilar í annari umferð Visa bikarsins í kvöld en liðið mætir Álftanesi á Grýluvelli klukkan 20:00. Álftanes lék Hamar grátt á undirbúningstímabilinu og vann báða leikina sem liðin spiluðu á vormánuðunum. Hamarsmenn eiga því harma að hefna þegar liðin mætast í kvöld og eru Hvergerðingar hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja Hamar til besta árangurs liðsins í bikarkeppni KSÍ frá upphafi.
Þó nokkrar breytingar verða á leikmannahóp Hamars fyrir leikinn en hann verður ekki kynntur fyrr en klukkutíma fyrir leik. Allur æfingahópurinn er því boðaður út í íþróttahús Hveragerðisbæjar klukkan 18:45.