sunnudagur, júní 3

Vító á Grýluvelli

Áfram í bikarnum!

Það var ekki mikið um mörk á Grýluvelli þegar Álftanes kom í heimsókn. Visabikarinn var ekki í augsýn og heldur ekki mörkin því eftir venjulegan leiktíma og 30 mínútur auka í framlengingu þá var staðan enn 0-0. Lið Hamars var nokkuð breytt frá síðustu leikjum og fengu nokkrir leikmenn tækifæri í þessum leik sem ekki höfðu spilað mikið hingað til. Það voru gestirnir sem komust nærri að skora í tvígang í venjulegum leiktíma en sláin og Robert í markinu sáu til þess að gestirnir skoruðu ekki.....

Það sem kom í veg fyrir að okkar menn skoruðu voru frekar lélegar ákvarðanir á 2-3 ögurstundum og var þar að mati áhorfenda dómarinn í eitt skiptið. Fróðir menn hliðarlínunnar heimtuðu vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks en uppskáru aðeins eigið ergelsi og Sigurður Gísli gula spjaldið fyrir leikaraskap (að mati dómara). Annars var leikurinn í daufara lagi. Í vítaspyrnukeppnini voru svo Hamarsmenn sterkari á tauginni og skoruðu úr 3 af 4 teknum spynum en Álftanesmenn settu aðeins 1 mark úr 4 spyrnum og því 3-1 sigur og leikmenn og fjölmargir áhorfendur fögnuðu vel. Dregið verður í næstu umferð á morgun, mánudaginn 4.júni nk.

Byrjunarliðið
Rocky(m)
Önni(22) - Zoran(115) - Sammi - Björn Aron
Rafn(f) - Svenni - Boban(111) - Bjössi
Siggi Gísli - Danislav

Varamenn
Ásgeir - Árni Geir(111) - Helgi(115) - Kristmar(22) - Tryggvi

Liðsstjórn
Valli - Siggi Gú

Heimasíða Álfanes
Leikskýrsla KSÍ