Nýjustu tölur úr Suðurlandskjördæmi
Skoðannakönnunin sem hefur verið í gangi hér síðastliðin mánuð um það hvernig mönnum fannst við standa okkur hefur verið lokað og liggja nú úrslit fyrir.
Hér fyrir neðan má sá þær niðurstöður sem þessi könnun færði okkur og má lesa úr þeim að skiptar skoðannir séu um þetta málefni:
11 stig? Spurning um að hætta á toppnum.........15%
Frábærir............................................................15%
Mjög vel............................................................12%
Vel...................................................................15%
Ekki nógu vel.................................................21%
Illa................................................................6%
Hættum þessu bara...................................18%
Þessi könnun var mjög margslungin og hefur örugglega veitt margan miðlungs Jóann í gildruna. Fyrsti möguleikinn er, eins og þið sjáið, en ekki endilega allir áttuðu sig á, til þess eins gerður að sjá hversu mikinn metnað menn hafa. 15% þáttakenda segist vera himinlifandi yfir þessum úrslitum sem þýðir bara eitt........ALGJÖRT metnaðarleysi. Þó má reikna með að utanaðkomandi aðilar hafi líka kosið og því má ekki taka það sem gilt að þetta hefi allt verið leikmenn Hamars. Önnur 15% finnst við hafa staðið okkur frábærlega og önnur 12% mjög vel. Enn ein 15% fannst við svo hafa staðið okkur vel. Það eru því 57% þátttakenda sem hafa akkurat engan metnað og eru fullkomlega sáttir við svona meðalmennsku. Í raun voru svörin sem ég var að sækjast eftir, og gerði mér vonir um að menn myndu svara, “ekki nógu vel” og “illa” en aðeins 27% manna fannst það, sem gæti þó hugsanlega verið stór hluti liðsins þar sem að fjöldi þátttakenda könnunarinnar var á fjórða tug. Svo var náttúrulega síðasta spurningin gerð fyrir fjandmenn okkar og/eða aumingja innan okkar raða og voru það 18%.
Niðurstöður eru því skýrar. Ef að ÞÚ minn kæri hefur sett "x" við “ekki nógu vel” eða “illa” hefurðu rétt hugarfar annars þarft þú að leita eftir sigurþorsta og metnaði í þér og taka þig á, ja eða þá bara að svara könnunum hér aðeins að vel ígrunduðu máli.
Hasta la victoria siempre
Rauði Djöfullinn
fimmtudagur, október 14
Nýlegar fréttir
- Villibráðaveisla á Hótel Örk! Við Hamarsmenn hö...
- Úrslit septemberkönnunar Spurning september könnu...
- Getraunaleikur Hamars Ok, ef menn eru búnir að ...
- Vomit-fest 2004 Já, föstudaginn 24. september var...
- Árshátið!!! Á föstudaginn kemur verður ársuppgjör...
- Hamarsmadur ad gera góda hluti i DK :) Ja... tad ...
- Einsi úti!!! Það er komið á hreint að Sigurður Ei...
- Sumarið 2004 Nú þegar fer að líða að árshátíð er ...
- Æfing á þriðjudagskveld Æfing þriðjudagskvöldið í...
- Nú verdur gaman ad sjá hver TORIR :) Vegna tess a...