Úrslit septemberkönnunar
Spurning september könnunarinnar var "Hver ert þú?" og var tilgangur hennar að komast að því hverjir það eru sem eru helst að heimsækja síðuna okkar. Svo virðist sem lítið sé um heimsóknir um þessar mundir, sem er kannski ekki skrítið vegna þess að síðan var óvirk í mánuð, en þrátt fyrir það erum við búnir að fá að meðaltali 25 heimsóknir á dag síðan síðan opnaði í apríl á þessu ári. Ætlunin er að sjálfsögðu að opna almennilega heimasíðu seinna en þangað til verðum við duglegir að auglýsa þessa.
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Leikmaður mfl. Hamars.............60%
Aðdándi úr Hveragerði.............25%
Mótherji ykkar.........................10%
Áhugamaður............................5%
Aðdáandi annarsstaðar..........0%
Niðurstaða könnunarinnar kom svo sem ekkert á óvart þar sem stærsi hluti heimsækjenda eru leikmenn Hamars. Þó er nokkuð um að aðrir séu að kíkja en ekki nóg, ég hvet því alla til að vera duglega að plögga síðuna okkar.
Hasta la victoria siempre
Rauði Djöfullinn
föstudagur, október 1
Nýlegar fréttir
- Getraunaleikur Hamars Ok, ef menn eru búnir að ...
- Vomit-fest 2004 Já, föstudaginn 24. september var...
- Árshátið!!! Á föstudaginn kemur verður ársuppgjör...
- Hamarsmadur ad gera góda hluti i DK :) Ja... tad ...
- Einsi úti!!! Það er komið á hreint að Sigurður Ei...
- Sumarið 2004 Nú þegar fer að líða að árshátíð er ...
- Æfing á þriðjudagskveld Æfing þriðjudagskvöldið í...
- Nú verdur gaman ad sjá hver TORIR :) Vegna tess a...
- Æfingar Búið er að úthluta æfingartímum í íþrótta...
- Framundan Já það er kominn tími til að fara að vi...