Villibráðaveisla á Hótel Örk!
Við Hamarsmenn höfum nú fengið í hendurnar miða fyrir villibráðarveislu sem að við þurfum að selja fyrir helgi. Miðarnir eru fyrsta fjáröflun okkar á nýju tímabili og ætlumst við til þess að menn verði duglegir að selja þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Við fáum 25% af söluverði fyrir hvern miða sem er fín summa fyrir okkur!!!
Miðarnir eru á Villibráðaveislu 8. og 9. október og innihalda:
Fordrykk
--------------
Fjögurrarétta villibráðamatseðill
--------------
Matreiðslumeistari er Eiríkur (Eiki) Friðriksson
og nýtur hann aðstoðar matreiðslumannanna Jakobs V. Arnarsonar og Tómasar Þóroddssonar.
--------------
Veislustjóri er engin annar en Ómar Ragnarsson sjálfur
--------------
Kvöldverðartónlist er í höndum Hauks Heiðars Ingólfssonar á píanó
--------------
Dansleik að loknum kvöldverði með stuðhlómsveitinni Þúsöld
--------------
Verð á miða er aðeins 5100 krónur. (9.400,- krónur með gistingu. Á mann í tvíbýli.).
Engin annar en Ómar Ragnarsson er veislustjóri!
Allir Hamarsmenn verða að selja allavega tvo miða af þessu svo er von á miðum á jólahlaðborð líka, nánari kynning á æfingu í kvöld. Þvingum Mömmu og Pabba til að fara, njóta góðrar stundar og styrkja gott málefni.
Pantið miða NÚNA hjá mér eða Hirti
Ásgeir S- 865-7035
Hirti ;) S- 866-0418
Hasta la victoria siempre
Rauði Djöfullinn
þriðjudagur, október 5
Nýlegar fréttir
- Úrslit septemberkönnunar Spurning september könnu...
- Getraunaleikur Hamars Ok, ef menn eru búnir að ...
- Vomit-fest 2004 Já, föstudaginn 24. september var...
- Árshátið!!! Á föstudaginn kemur verður ársuppgjör...
- Hamarsmadur ad gera góda hluti i DK :) Ja... tad ...
- Einsi úti!!! Það er komið á hreint að Sigurður Ei...
- Sumarið 2004 Nú þegar fer að líða að árshátíð er ...
- Æfing á þriðjudagskveld Æfing þriðjudagskvöldið í...
- Nú verdur gaman ad sjá hver TORIR :) Vegna tess a...
- Æfingar Búið er að úthluta æfingartímum í íþrótta...