föstudagur, október 15

Æfing á Mánudagskvöld á Gervigrasinu!

Björn Björnsson lagði fram formlega beðni inn á Hamars-spjallið á fimmtudag varðandi það að haldin yrði úti æfing á gervigrasvellinum í Hveragerði klukkan átta á mánudagskvöld. Hann ítrekaði jafnframt beðni sína með msn-skilaboðum til undirritaðs á föstudags eftirmiðdag og tafði jafnframt viðkomandi í um sextíu mínútur frá mikilvægu námi með sínum complexum og einfaldleika. Skyndifundur var í kjölfarið settur klukkan 21.00 á föstudagskvöld, þar sem engin annar tími var laus hjá stjórnarmönnum og misstu þeir því að inni æfingu og Idol-stjörnuleit.

Fundarhöld hófust stundvíslega klukkan 21:00.
Til fundar voru mætti eftirfarandi:
1) Björn Ásgeir Björgvinsson. (jafnframt stjórnandi fundar)

Fundarefni það sem taka skyldi fyrir:
1) Einfaldleiki ákveðinna leikmanna.
2) Meinlokur(complexar) ákveðinna leikmanna í ákveðnum stöðum.
3) Beðni um æfingu í knattspyrnu á mánudagskvöld.

Niðurstöður fundarhalda eru eftirfarandi:
1) Ákveðnir menn eru einfaldir í þessu liði
2) Ákveðnir leikmenn sem leika framarlega á vellinum í þessu liði eiga við meinlokur á háu stigi að etja.
3) Æfing í knattspyrnu skal haldin á gervigrasinu í Hveragerði mánudagskvöldið 15. október klukkan 20:00.

Hasta la victoria siemre
Rauði Djöfullinn