þriðjudagur, mars 1

Leikur við Aftureldingu í kvöld.


Í kvöld, þriðjudagskvöldið 1. mars 2005, kl:21:00
mun hið léttleikandi lið Hamars leika æfingaleik í
hinni göfugu íþrótt knattspyrnu.
Mótherjarnir að þessu sinni eru Mosfellsbæjar drengirnir
í Aftureldingu.
Áhagendur Hamars munu hafa alla stúkuna fyrir sig, eftir að KB-Banki í Hveragerði keypti alla miða Aftureldingar á leikinn.
KB-Banki í Hveragerði hefur með þessu glæsilega framtaki sínu enn og aftur sýnt hve mikilvægur og dyggur stuðningsaðili hann er fyrir knattspyrnuna í Hveragerði.
Mætum öll á gervigrasið í Laugardal og styðjum Hamar til sigurs.
Miða á leikinn er hægt að nálgast á sölustað Atlantsolíu í Hveragerði.
Heyrst hefur að Hamarsmenn muni spila með nýjan markvörð í kvöld og birtum
við hér mynd af honum frá æfingunni í gær þar sem hann fór gjörsamlega á kostum,
enda glaður maður að eðlisfari sem elskar liðið sitt.