Fundur!
|
Hvor þeirra sagði skrítlu? Vegleg verðlaun í boði!
|
Í tilefni þess að bæði topplið dauðariðilsins eru dottin úr úrslitakeppni þriðjudeildar hefur verið blásið til fundar hjá öllum leikmönnum og aðstandendum Hamars. Á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst, skulu menn með mönnum mæta klukkan 19:30 á Pizza Hveragerði og fara yfir framtíðaráætlanir Hamars. Lagðar verða fram tillögur að fyrirkomulagi vetursins en leikmönnum verður einnig heimilt að koma með tillögur að fyrirkomulagi komandi tíma, til dæmis varðandi æfingartíma í vetur og hvort að reka eigi Kristmar úr bæjarfélaginu.
Allir sem æft hafa með félaginu á tímabilinu sem og aðrir sem hafa staðið að félaginu á einn eða annan hátt eru hvattir til að mæta og leggja orð í belg ásamt pizzusneið og kók light í boði Hamar Group.
Staður: Pizza Hveragerði
Dags: Miðvikudaginn 30. ágúst
Tími: 19:30
Tilgangur: Leggja línur
Ástæða: Frí pizza!!