Fyrir leik...
Siggi Gísli sýnir fína sólan sinn |
Hamarsmenn ætla sér sigur á móti Gróttu og ekkert annað til þess að halda sér í topphlut deildarinnar og baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Hamarsmenn hafa átt frábæra spretti í sumar og verið erfiðir heim að sækja og er ætlunin að halda því áfram. Því hvetjum við alla Hvergerðinga til að fjölmenna á völlinn til að láta í sér heyra og styðja þannig við bakið á okkar mönnum því með miklum og góðum stuðningi ykkar er allt hægt. Allir sem eiga trommur, lúðra eða önnur skemmtileg hljóðfæri eru hvattir til að taka þau með sér á völlinn og skapa þannig brjálaða stemmningu fyrir Hamarsmenn.
Á leiknum verður gestum boðið kaffi og kleinur á sanngjörnu verði hjá fulltrúum yngri flokka Hamars. Þá mun Kjörís einnig bjóða yngri kynslóðinni uppá frían frostpinna.
Sjáumst á vellinum, ÁFRAM HAMAR!!!