þriðjudagur, júlí 11

Um daginn...

Andlit Hamars útávið (fyrir utan Milos)
Gaf meistaraflokkur knattspyrnudeildar Hamars, ásamt styrktaraðilum, öllum yngri flokkum deildarinnar peysur merktar félaginu og styrktaraðilunum þess fyrir Borgarnesmótið sem haldið var 23. til 25. júní.

Stjórn knattspyrnudeildar Hamars hélt fund með iðkendum yngri flokkana ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra þar sem farið var yfir dagskrá mótsins ásamt því að kynna helstu áherslur og skipulag félagsins fyrir helgina. Húsfyllir var á fundinum sem haldinn var á gamla hótelinu í Hveragerði og í kjölfarið fór fjölmennur hópur Hvergerðinga í Borgarnes yfir helgina. Eftir kynninguna á mótinu og svör við hinum ýmsu spurningum mættu nokkrir leikmenn meistaraflokks Hamars á fundinn og gáfu öllum yngri iðkendum Hamars æfingapeysur fyrir mótið.

Eftirtalin fyrirtæki veittu stuðning við afhendingu peysanna; Dvalarheimilið Ás, Pípulagnir Helga, Ópus, Lagnaþjónustan, Kjörís, KB Banki, ÍsMynd, Vífilfell, KGB málun, Kaffi Hveró, Eykt, Góa-Linda, Kynnisferðir, Café Kidda Rót, Vinnuvélar A.Michelsen og Raföld.

Knattspyrnudeild Hamars vill þakka fyrirtækjunum veittan stuðning.

Á meðfylgjandi mynd er hluti kakkanna sem fóru á Borgarnesmótið ásamt nokkrum leikmönnum meistaraflokksins. Ferðin lukkaðist vel og vann fjórði flokkur til dæmis mótið sem lofar góðu fyrir framtíð Hamars.