mánudagur, júlí 31

Hamar-Grótta

Baron býr sig til sunds
Topplið A-riðils mætti í Hveragerði á fimmtudaginn í fínt boltaveður og frábæra tónlist. Eitthvað fór þó tónlistin fyrir hjartað á háöldruðum þjálfara Hamars sem bað rótarann um að lækka. Hann svaraði honum um hæl með staðhæfingu sem hlóðaði svo ,,If it's too loud you're too old!"

Leikurinn byrjaði fjörlega og strax ljóst að ekkert yrði gefið eftir. Hamarsmenn náðu sem fyr að halda boltanum vel innan liðsins og byrjaði mjög sannfærandi. Eftir nokkrar sóknir og tvær hornspyrnur kom löng sending frá vörn Gróttu á gulan kall á miðjunni sem fleitti boltanum áfram á áttuna sem tímasetti hlaupið sitt frábærlega, komst einn í gegn og skoraði gott mark. Eftir markið virtust Hamarsmenn slegnir en eftir því sem leið á komst jafnvægi á leikinn og bæði lið áttu sína möguleika. Síðustu mínútur hálfleiksins var mikil barátta en hvorugt liðið komst mikið áfram þangað til Siggi Gísli fékk frábæra sendingu í teiginn og hann kláraði færið vel og jafnaði þegar um mínúta var eftir af fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og bæði lið staðráðin í að gefa ekki tommu eftir en aðeins fimm mínútur voru liðnar af honum þegar Grótta komst aftur yfir. Hamarsmenn svöruðu þó aðeins tveim mínútum síðar með glæsilegu marki Kristmars Geirs. Leikurinn hélt áfram að vera í járnum og hefðu bæði lið getað skorað allnokkrum sinnum. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir voru Hamarsmenn mun sannfærandi og héldu því út leikinn með gríðarlegri baráttu. Fjölmörg færi litu dagsins ljós hjá báðum liðum þó Hamarsmenn væru ívið meira með boltan og sköpuðu sér markvissari færi. Það kom því enn og aftur gegn gagni leiksins þegar þjálfari Gróttu skoraði sigurmark leiksins þegar um sex mínútur voru eftir. Þær mínútur sem voru fengu Hamarsmenn tvö dauðafæri og um fimm horn sem hæglega hefðu getað skilað Hamri stigi en allt kom fyrir ekki og Grótta stal öllum stigunum þrem úr einum mest spennandi leik sumarsins. Allir leikmenn Hamars eiga hrós skilið fyrir góðan leik og góða baráttu.


Rabbi kastar vatni
Byrjunarliðið
Robert, Björn Aron, Steini tvíbbi, Milos, Árni tvíbbi.
Unnar Stefán, Rafn(F), Marri(M), Mladen.
Bjössi Red, Siggi Gísli.

Varamenn
Björn Ásgeir
Hafþór Björns
Heimir Logi
Helgi Guðna

Skiptingar
77. Helgi Guðna
77. Unnar Stefán

Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson
Valgeir Ásgeirsson

Spjöld
32. Mladen
78. Marri

Mörk
44. Siggi Gísli
52. Marri

Maður leiksins: Milos



Siggi Gílsli skoraði sitt tuttugasta deildarmark fyrir Hamar í leiknum...

Marri skoraði sitt fimmta deildarmark fyrir Hamar...

Það voru um það bil 150 áhorfendur á leiknum. . .

Leikskýrsla Ksí

Umfjöllun Gróttu um leikinn HÉR

Þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri. . .

Og séð fleiri myndir úr leiknum HÉR