Fyrir leik...
|
Framherjar Smástund
|
Hamarsmenn leggja himinn og haf að fótum sér í dag er þeir ferðast til eyjarinnar litlu í suðri. Eyjapeyjarnir í Framherjum Smástundar eru ávallt erfiðir heim að sækja og hafa mestu karlmenni komið grátandi þaðan. Flugveiki, manneklan og aðrir fylgikvillar eru af flestum gestum taldar ástæðurnar en heimamenn hafa góðan stuðning í eyjum og mikið sjálfstraust á heimavelli og er það ekki lægra fjall að klífa fyrir gesti KFS. Af þessum mikla heimavelli suður í ballarhafi hafa Hamarsmenn aldrei silgt feitum báti né flogið feitri flugvél og aldrei náð einu einasta stigi. Af ofantöldu má því gera ráð fyrir að erfiður leikur sé í vændum og því réttara fyrir Hamarsmenn að girða sig í brók í dag, mæta ferskir og taka með sér sjóveikistöflur fyrir flugið, en alls ekki taka þær fyrr en eftir leik.
Hópurinn sem valinn var í kvöld og aðrir sem ætla með eiga að mæta í íþróttahöll Hveragerðisbæjar klukkan 15:00.