KFS-Hamar
Úr fyrri leik liðanna |
Það var bara eitt lið á vellinum fyrstu mínúturnar og það voru heimamenn. Boltinn var stamur af seltu og landkrabbarnir áttu erfitt með að ná tilfinningu fyrir boltanum. Þegar flugriðan var farin úr mönnum og tötsið komið voru eyjamenn komnir í tvö núll. Fyrra markið kom snemma eftir laglegt þríhyrningarspil í gegnum vörn Hamarsmanna. Seinna var að margra mati rangstaða en hún var ekki dæmd og því markið gilt. Eftir markið vöknuðu bláklæddir við vondan draum og fóru loks að spila sinn bolta. Það skilaði sér strax mínútu seinna eftir að sendingar gengu milli Marra, Mladen og Sigga Gísla sem gaf sendingu á Bjössa sem kláraði flotta sókn Hamarsmanna. Undirtökin voru okkar það sem eftir lifði hálfleiksins og mörg dauðafæri lágu í valnum en ekki í netinu.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, þolinmóður sóknarleikur Hamars hélt áfram. Færin stóðu ekki á sér en sem fyrr vildi engin klára og þar af leiðandi skoruðum við ekki. Rabbi átti skot sem markmaður KFS varði í slánna og stuttu seinna átti Bjössi Red skot í stöngina og þar með þriðja skotið á tréverkið. Mladen átti tvær aukaspyrnur í leiknum sem báðar fóru rétt framhjá markinu. Á þessum tímapunkti voru flestir Hamarsmenn í sóknarhug og því fengu KFS oft á tíðum hættulegar skyndisóknir. Þær voru þó flestar stöðvaðar af Roberti aftasta varnarmanni Hamars. Stuttu eftir stangarskot Bjössa misstu Hamarsmenn boltan á slæmum stað á miðjunni sem leiddi til þess að leikmaður númer sjö hjá KFS fékk tíunda færið sitt gegn Robert sem hann nýtti loks. Eftir það var mestur vindur úr leik Hamars. Boltin staðnaði lengi á hverjum manni og flaut ekki innan liðsinns. Í kjölfarið voru reyndar úrslitasendingar trekk í trekk sem gengu ekki upp þó nokkur færi hefðu getað komið Hamarsmönnum aftur inn í leikinn. En sem fyrr fengu KFS sinn skammt af hraðaupphlaupum meðan Hamarsmenn sóttu og sjöan nýtti tuttugasta færið sitt vel á 78. mínútu og gerði með því út um leikinn. Erfiður útileikur að baki þar sem sénsinn á að sækja var tekinn réttilega og hefði hæglega getað skilað okkur stigum, og í raun átt að gera það miðað við færin sem við fengum. En allt kom fyrir ekki og KFS menn nýttu skyndisóknir sínar og gerðu þannig út um leikinn.
Mladen býr sig undir spyrnu í fyrri leik liðanna |
Robert, Björn Aron, Steini tvíbbi, Árni Geir, Árni tvíbbi.
Milos, Rabbi(F), Marri(Þ), Mladen.
Bjössi Red, Siggi Gísli.
Skiptingar
84. Heimir Logi
84. Marri
86. Haffi Björns
86. Árni tvíbbi
Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson
Valgeir Ásgeirsson
Rútubílstjóri, flugmaður og almenn skemmtilegheit
Björn Ásgeir
Spjöld
40. Rabbi
81. Marri
Mark
30. Bjössi Red
Bjössi Red opnaði markareikning sinn í deildinni í leiknum...
Marri fékk sitt þriðja gula spjald í sumar í leiknum...
Hamar hefur aldrei unnið KFS í eyjum...
Við unnum þá 3-2 í fyrra á Íslandi en það var eini sigurleikur sumarins...
Leikskýrsla Ksí
Þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri. . .