Hamar-Afríka
![]() |
Bjössi girðir sig í brók |
Leikurinn byrjaði svipað og síðasti heimaleikur Hamars og lengi leit út fyrir að Hamarsmenn væru hreinlega ekki mættir á völlinn. Það gerði þó lítið til því að lið Afríku var arfaslakt og náði ekki að nýta sér það. Siggi Gísli skoraði fyrsta markið á 5. mínútu upp úr engu. Hann bætti svo við öðru og þriðja markinu á 8. og 13. mínutu og bætti þar með eigið met með því að skora þrjú mörk á innan við átta mínútum. Eftir það voru örlagaríkar mínútur í vændum því að á 30. mínútu var Björn Ásgeir (ég) rekinn af velli en hann (ég) fékk beint rautt eftir að hafa dottið á sóknarmann Afríku sem féll skömmu síðar kylliflatur. Nokkrum mínútum síðar var nafni hans (minn) er kenndur er við rautt felldur í vítateig andstæðingana og vítaspyrna dæmd. Marri tók spyrnuna en arfaslakur markvörður Afríku varði. Ekki voru þetta einu hamfarir Hamarsmanna á þessum mínútum því í næstu sókn skoruðu Afríkumenn eftir sól og spól í vörninni. Marri bætti svo upp fyrir vítið á 44. mínútu og þar við sat í hálfleik en hamarsmenn einum leikmanni færri og það engum smá leikmanni.
Í seinni hálfleik urðu Afríkumenn aðeins þreyttir og fóru að detta í svæsnar tæklingar hér og þar á vellinum og uppskáru tvö gul spjöld. Einn leikmaður þeirra fékk svo beint rautt á 68. mínútu og því var jafnt í liðum það sem eftir lifði leiks. Seinni hálfleikur var þófkenndur, eins og reyndar allur leikurinn, og mátti vart sjá góðan fótbolta. Eina mark seinni hálfleiksins kom ekki fyrr en á 80. mínútu en það var enginn annar en Helgi Jónasarbróðir sem að setti sitt fyrsta mark í íslandsmóti með meistaraflokk og er hann nú næstum því orðinn markahærri en bróðir sinn. Annað markvert gerðist ekki í þessum leik sem skildi eftir tvö lið sem hvorugu leið eins og sigurvegara.

![]() |
Byrjunarliðið á móti Afríku |

Aftari frá vinstri: Robert, Árni Geir, Marri(Þ), Mladen, Björn Ásgeir, Rabbi(F).
Fremri frá vinstri: Milos hestur, Bjössi Red, Björn Aron, Siggi Gísli, Árni tvíbbi.

55.


55.


75.


75.


80.


80.


83.


83.



Hjörtur Sveinsson
Valgeir Ásgeirsson

30.



5.

8.

13.

44.

80.











