Búningauppboð!
Búningarnir sem í boði eru... |
Markmannsbúningarnir eru annarsvegar grá treyja nr. 1 og hins vegar gul treyja nr. 12 en báðum fylgja markmannsbuxur. Aðaltreyjurnar eru gráar með bláu í og stuttbuxurnar eru bláar með Nátthaga auglýsingunni frægu á botninum. Búningarnir eru vel með farnir en að sjálfsögðu má finna bremsufar hér og þar og eru því búningarnir keyptir á eigin ábyrgð. Aðeins eru til átta pör af sokkum og munu þeir fylgja átta hæstu boðunum.
Allir áhugasamir mega bjóða í búningana hvort sem þeir eru Hamarsmenn eða ekki svo lengi sem menn eru borgunarmenn fyrir þeirri upphæð sem þeir bjóða. Öll boð skulu berast annað hvor með tölvupósti á netfangið: bab3@hi.is eða með sms-skilaboði í síma 865-7035. Í boðinu skal koma fram númer treyju, upphæð og nafn bjóðanda. Ef tvö boð berast áður en uppfærsla á uppboðinu fer fram verður fyrra boðið gilt samkvæmt klukku uppboðshaldara. Upplýsingar um boð í treyjur verða á spjallsíðunni.
Aðalteyjur og stuttbuxur eru allar XX-Large nema annað sé tekið fram hér að neðan, annars eru eftirfarandi búningar falir:
Markmannstreyja og buxur nr. 1 (ATH: Treyja Large og buxur X-Large)
Markmannstreyja og buxur nr. 12 (ATH: Treyja og buxur X-Large)
Treyja og buxur nr. 2
Treyja og buxur nr. 3
Treyja og buxur nr. 4
Treyja og buxur nr. 5
Treyja og buxur nr. 6
Treyja og buxur nr. 7
Treyja og buxur nr. 8
Treyja og buxur nr. 9 (ATH: Ekki boðin upp!)
Treyja og buxur nr. 10 (ATH: Treyja X-Large og buxur XX-Large)
Treyja og buxur nr. 11
Treyja og buxur nr. 12 (ATH: Treyja og buxur X-Large)
Treyja og buxur nr. 13
Treyja og buxur nr. 14
Treyja og buxur nr. 15
Treyja og buxur nr. 16
Allir sem eiga pening og eru fjárráða mega bjóða en lágmarksboð er 2000 krónur. Uppboðið verður opið í um það bil tvær vikur en frekari tilkynningar um lok boðsins verða kynnt með a.m.k. sólahringsfyrirvara.
Netfang: bab3@hi.is
Sími: 865-7035
Uppboðið hefst NÚNA!!!