Tvífarar!
Þá er komið að nýjum lið hér á hamarfc.net sem er dótturliður liðs á fotbolti.net. Hjá okkur verður þó annar aðilinn alltaf að vera að einhverju leiti tengdur Hamri eða Hveragerði.Liðurinn mun vera óreglulegur og fara algjörlega eftir því hvort félagsmenn eða Hvergerðingar eru líkir einhverjum. Þess má geta að þessi liður er jafnan sendur inn á fotbolta.net í þeirri von að hann verði birtur þar.
Tvífarann að þessu sinni á Rafn H. Rafnsson fyrirliði Hamars en hann og Rúnar Kristinsson þykja með eindæmum líkir á liðsmyndum sem og á velli.
Rabbibararúnar mynd: www.sporting.be |
Ef þú veist um einhvern sem er líkur einhverjum sendu það þá á netfangið bab3@hi.is