Tvífarar!
Þá er komið að liðnum tvífari hér á hamarfc.net og stefnir í vikulegan lið á meðan menn eru duglegir að koma með ábendingar. Hjá okkur verður annar aðilinn alltaf að vera að einhverju leiti tengdur Hamri eða Hveragerði.Í síðustu viku sköpuðust miklar umræður um það hvort Rabbi væri í raun líkur einhverjum en samkvæmt skoðanakönnuninni finnst 59% af gestum síðunnar Rabbi líkur Zak Whitbread en næst því sögðu 14% hann líkan Rúnari Kristins. Þá smelltum við tvífaranum inná fótbolta.net og má sjá hann hér
Tvífarann að þessu sinni á vinstri bakvörðurinn knái Egill Örn Egilsson en ábending barst um að hann og hinn hollenski Jan Kromkamp þættu líkir. Svo dæma menn bara sjálfir.
Egill í Hamri og Kromkamp í PSV |
Ef þú veist um einhvern sem er líkur einhverjum sendu það þá á netfangið: bab3@hi.is