Uppskeruhátíð Hamars!
Grillað á bakkanum |
Þá er komið að uppskeruhátíð meistaraflokks Hamars árið 2006 sem mun fara fram á Hótel Örk föstudaginn 22. september. Hátíðin, sem áætlað er að byrji uppúr klukkan 19:00, mun verða á jarðhæð hótelsins þar sem búið verður að skreyta salinn með litum félagsins og myndasýningu þar sem allar myndir sumarsins rúlla á hvíta tjaldinu. Grilluð verður dýrindis máltíð við sundlaugarbakkan af kokkum Arkarinnar á meðan hátíðargestir dreypa sér á léttvíni eða léttöli.
Eftir matinn mun svo uppgjör tímabilsins fara fram þar sem leikmenn og aðstandendur Hamars verða leystir út með viðurkenningum fyrir sitt framlag til félagsins. Að lokinni verðlauna og viðurkenningaathöfn er áætlað að ein mesta stuðhljómsveit Hveragerðis haldi utan um skemmtidagskránna þar sem míkrafónninn verður opinn gestum fram eftir kvöldi og má búast má við þéttri dagskrá frá ýmsum leikmönnum og velunnurum félagsins.
Öllum, sem á einn eða annan hátt hafa komið að starfi meistaraflokksins í sumar, er skylt að mæta og er sérstaklega bent á að bjóða maka sínum með. Einnig hefur félagið boðið helstu styrktaraðilum félagsins að deila þessu kvöldi með okkur þar sem starf félagsins byggist að sjálfsögðu fyrst og fremst á því að hafa góða bakhjarla. Á boðstólnum verður:
Mallorca matseðill:
Kalt:
Ferskt sumarsalat að hætti Hótels Arkar, kartöflusalat og pastasalat með sjávarréttum.
Heitt:
Sjávarréttagrillspjót “hvítlauks”
Kjúklingagrillspjót “ sæt soya”
Lambalæri “íslenskar kryddjurtir”
Meðlæti 1: Nýbakað brauð, viðeigandi sósur og meðlæti.
Meðlæti 2: Siggi Gísli verður með óviðeigandi fíflagang, dónaskap og með-læti.
Rauðvín, hvítvín og léttöl verður í boði meðan fjárhagur leyfir.
Snyrtilegur klæðnaður.
Verð: 3000,- per mann.
Skráning er hafin og verður opinn til miðnættis þriðjudaginn 19. september á spjallinu eða hjá mér:
Björn Ásgeir
Sími: 865-7035
E-mail: bab3@hi.is