Dregið í deildarbikar
Af æfingu hjá Hömrunum |
Á þriðjudaginn voru birt drög að skiptingu riðla og leikjaniðurröðunnar í deildarbikarkeppni KSÍ. Fyrirkomulagið í C-deild verður þannig að leikin verður einföld umferð og þrjú efstu lið úr riðlunum þrem, ásamt liðinu sem nær besta árangri í 2. sæti, spila í úrslitakeppni. Hamar lenti í riðli 2 með liðunum BÍ/Bolungarvík, Hömrunum, Skallagrím og Snæfell.
Margir skemmtilegir leikir framundan og þar á meðal fyrsti leikur Hamars og Hamranna og verður spennandi að sjá hvort að eintalan eða fleirtalan vinni. Einnig höfum við ekki mætt Snæfelli undanfarin fjögur ár og því ljóst spennandi mót er frammundan. Fyrsti leikur okkar er að öllu óbreyttu 25. mars í Akraneshöllinni gegn Snæfell, en annars eru drög að leikjum okkar svona:
Akraneshöllin 25. mars: Hamar - Snæfell
Stjörnuvöllur 1. apríl: BÍ/Bolungarvík - Hamar
Selfossvöllur 21. apríl: Hamar - Hamrarnir
Akranesvöllur 27. apríl: Skallagrímur - Hamar
Sjá mót HÉR