sunnudagur, janúar 7

Fimm lið upp í ár?

ATH: Myndin er ekki í
neinu samhengi við fréttina
Þann 10. febrúar næstkomandi, á ársþingi KSÍ mun verða tekin ákvörðun um það hvort að á næsta ári, árið 2008, spili 12 lið í úrvalsdeild og 2. deild. Í ár munu spila 12 lið í 1. deild en möguleiki er á að árið 2008 muni 12. lið spila í efstu þrem deildunum.

Ef þessi tillaga verður samþykkt munu hvorki færri né fleiri en fimm lið fara upp úr draugadeildinni þriðju sem talin er vera sú erfiðasta í HEIMI. Sem dæmi þess hve erfitt er að komast upp úr 3. deild er það undantekning að lið sem komast upp í 2. deild fari ekki beint upp í 1. deild. Mörg lið hafa lengi stefnt að því að rífa sig upp úr harkinu í 3. deildinni og má búast við því að spýtt verði rækilega í lófana til að nýta þetta einstaka tækifæri. Ef þessi tillaga nær í gegn fá Selfyssingar einnig annan séns á að vera í efstu þrem til að komast upp í 1. deild.