Æfingaleikur gegn Álftanesi
|
Önni á flugi í síðasta leik |
Á morgun, laugardag, mun Hamar etja kappi gegn Álftanesi í æfingaleik á gervigrasvellinum á Selfossi. Liðin hafa aðeins einu sinni áður mæst á vellinum en það var fyrr í vor í fyrsta æfingaleik Hamars þetta árið. Álftnesingar unnu þann leik auðveldlega 8-2 og eru nú taplausir í sínum riðli í Lengjubikarnum. Það er því ljóst að um hörkulið er að ræða og vonandi hörkuleik líka.
Leikurinn er á laugardaginn og hefst klukkan 14:00 á gervigrasvellinum á selfossi.
Mæting hjá Hamarsmönnum klukkan 12:45 í íþróttahúsið í Hveragerði eða klukkan 13:00 á Selfoss.
Allur æfingahópur Hamars er boðaður í leikinn!