fimmtudagur, apríl 5

Æfingaleikur

Kári verður erfiður

Hamarsmenn munu gera sér ferð uppá Akranes í dag, skírdag, og spila æfingaleik gegn Kára. Blásið verður til leiks klukkan 16:00 í Akraneshöllinni og ljóst að þeir verða erfiðir heim að sækja. Þjálfari Kára er okkur Hamarsmönnum vel kunnugur en það er enginn annar en gamla Hamars kempan Óli Jó sem stýrir þeim.

Mæting er klukkan 15:00 uppá Skaga. Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu í Hveragerði stundvíslega klukkan 13:45 og frá Select í Reykjavík klukkan 14:15.

Allur æfingahópurinn er boðaður í leikinn!
Heimasíða kára er hér