þriðjudagur, maí 1

Hamar í úrslit!

Bjössi sýndi flotta takta á
súlunni
Hamar og Augnablik mættust í rokinu á Blásvöllum í dag í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins. Leikurinn átti að hefjast klukkan 14:00 en hófst ekki fyrr en að klukkuna vantaði 15 mínútur í þrjú vegna framlengingar í leik Hvatar og KV þar sem staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Hvatarmenn unnu leikinn á endanum 1-4 með einu marki í fyrri hálfleik framlengingar og tvö í þeim seinni. Hamarsmenn munu því mæta Hvöt á sunnudaginn í úrslitaleiknum en Hamarsmenn unnu sinn leik gegn Augnablik.....

Augnabliksmenn byrjuðu leikinn af mun meiri ákveðni og að sama skapi virtust Hamarsmenn ekki alveg mættir í leikinn. Illa gekk að fá boltan í fæturnar í rokinu og Augnabliksmenn fengu þokkalegt næði til að athafna sig með boltan þar sem Hamarsmenn héldu sig í eins til tveggja metra fjarlægð frá þeim grænklæddu. Það skilaði Augnabliki marki eftir um 15 mínútna leik þegar einn þeirra átti ágætis skot frá vítateig sem Robert varði. Kári Blásvallason tók hins vegar frákastið og skoraði af öryggi framhjá Rocky sem var ekki en lentur. Við þetta vöknuðu þeir bláklæddu við vondan draum og spýttu í lófana. Siggi Gísli fékk tilvalið færi til þess að jafna leikinn eftir að hafa leikið sig vel í gegnum vörn Augnabliks en skot hans rataði ekki á ramman. Stuttu síðar á 19. mínútu fékk Siggi frábæra stungusendingu sem hann nýtti vel og skoraði af öryggi. Leikurinn var jafn eftir þetta og liðin skiptust á að reyna að beisla boltan og það tókst þegar Siggi Gísli bætti við öðru marki á 39. mínútu. Það gerði hann með skoti úr vítateignum og boltinn steinlá ekki í netinu, en yfir línuna fór hann. Staðan 1-2 í hálfleik.

Í seinni hálfleik mættu Hamarsmenn vel stemmdir og staðráðnir í að tapa ekki þriðja seinni hálfleiknum í röð. Augnabliksmenn voru þó líka staðráðnir í að landa sigri og því var leikurinn opinn og skemmtilegur. Það var svo á 51. mínútu seinni hálfleiks að Atli lék laglega á tvo varnarmenn Augnabliks og sólaði svo markmann þeirra sem braut á honum og réttilega dæmd vítaspyrna og eins og reglur gera ráð fyrir var markmaður Augnabliks rekinn út af. Zoran tók vítaspyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Þrátt fyrir að Augnabliksmenn væru aðeins 10 var leikurinn enn jafn en þegar leið á fóru þeir að láta allt fara í taugarnar á sér með meðfylgjandi tuði og leiðindum. Eina sem þeir uppskáru úr því var annað rautt spjald á 66. mínutu eftir að einn leikmanna þeirra braut á Svenna sem datt í kjölfarið af slysni ofan á mannin sem braut á honum og því tók hann upp á því að slæma til Svenna og hlaut að launum sitt annað gula spjald. Eftir það var leikurinn aldrei í hættu og fátt markvert gerðist. Það var svo ekki fyrr en þegar um 5 mínútur voru eftir að Siggi Gísli skoraði fjórða mark Hamars og fullkomnaði þar með þrennuna sína, sannarlega frábær leikur hjá þessum knáa framherja. Stuttu síðar lokaði Atli svo leiknum með þrumuskoti í stöngina og inn eftir frábæran undirbúning Sigga og staðan orðin 1-5 og þar við sat þrátt fyrir að Hamar hefði hæglega getað bætt við mörkum.

Í hnotskurn: Ágætur leikur þrátt fyrir dræma byrjun en kærkomið að vinna loksins seinni hálfleik líka. Við erum komnir í úrslitaleik Lengjubikarsins sem er frábært.

Byrjunarliðið
Rocky(m)
Önni(77) - Zoran - Jónas - Rafn(f)
Árni Geir(46) - Boban(70) - Svenni(79) - Dalibor(81)
Siggi Gísli - Atli Levy

Bekkurinn
Ásgeir(79) - Bjössi(70) - Egill - Heimir(77) - Helgi(46) - Hlynur(m) - Tryggvi(81)

Liðsstjórn
Hjörtur - Valli - Baldur Valla - Kristján - Trausti - Siggi Gú

Ýmislegt:
Leikskýrsla KSÍ
Heimasíða Augnabliks
Myndir úr leiknum