Augnablik í undanúrslitin
Augnablik og Hamar mætast í undanúrslitum |
Hvöt vann sinn riðil og dróst á móti KV sem einnig vann sinn riðil. Hamarsmenn sem unnu sinn riðil drógust á móti Augnablik sem var í öðru sæti á eftir KV með aðeins lakari markatölu. Báðir leikirnir fara fram á þriðjudaginn á Ásvöllum. Hvöt og KV mætast klukkan 12:00 og Hamar og Augnablik klukkan 14:00 og ljóst að æsispennandi keppni er frammundan.