þriðjudagur, apríl 24

Fyrirhuguð æfingaferð

Búið að kaupa græju fyrir
ferðina
Stjórn Hamars hefur tilkynnt að fyrirhugað sé að fara í þriggja daga æfingaferð helgina 4., 5. og 6. maí. Þær upplýsingar sem birtast hér eru aðeins drög að því hvernig ferðinni verður háttað en þeir leikmenn sem ætla sér í ferðina verða að tilkynna það eigi síðar en á æfingu miðvikudaginn 25. apríl. Þeir sem eru í prófum taka bara með sér bækur þar sem um áfengislausa, rólega æfingaferð er að ræða.....

Farið verður í æfingaparadísina á Hellu þar sem hægt er að æfa á alvöru grasi en lagt verður af stað seinni part föstudags 4. maí. Þeir sem eru að vinna til 18:00 þann dag ættu að huga að því að fá að hætta eitthvað fyrr, þó er það ekki skilirði, en stefnt er að föstudagsæfingu á áfangastað um klukkan 19:00. Á laugardeginum verður svo morgunæfing og svo líklega hádegismatur á ónefndum stað. Eftir hádegi verður fundað og svo aftur önnur æfing seinni part dags. Um kvöldið verður slegið upp veglegri grillveislu í boði stjórnarinnar og svo rólegt spilakvöld í híbýlum okkar um kvöldið. Snemma á sunnudagsmorgun verður svo aftur æfing og fundur en seinni partur sunnudags er enn óráðinn þar sem enn er möguleiki á að við komumst í úrslitaleik Lengjubikarsins sem verður háður þann daginn. Margt fleira verður á dagskránni og er til dæmis fyrirséð að hópurinn verði einkar stílhreinn og glæsilegur á æfingasvæðinu. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur.

Farið verður á einkabílum og bensínkosnaði því deilt milli farþega hvers bíls. Gisting, morgunverður og kvöldverður eru í boði en snarl þess á milli verða leikmenn að sjá um sjálfir.

Allur æfingahópurinn er boðaður í æfingaferðina hvort sem þeir eru meiddir eða í prófum. Láta þarf að vita á æfingu á miðvikudag þannig að hægt sé að gera ráðstafanir varðandi gistingu og fæði. Þeir sem eru nú þegar búnir að ákveða sig geta kommentað hér eða á spjallinu, hvort sem þeir ætla sér með eða ekki.