mánudagur, apríl 30

Tap á skaganum

Skallagrímur hafði Hamar
Hamarsmenn töpuðu fyrir Skallagrím í síðasta leik riðilsins á Akranesi á föstudaginn. Leikurinn fór 2-1 Skallagrím í vil en Hamar var 0-1 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn allan tíman en Hamarsmenn misstu leikinn úr höndunum þegar flautað var til seinni hálfleiks. Annar leikurinn í röð sem tapast í seinni hálfleik sem eru mjög slæm tíðindi. Þó nokkuð var um forföll manna en Zoran, Svenni, Siggi Gísli og Bjössi voru til að mynda ekki með....

Leikurinn byrjaði ágætlega af hálfu Hamars með ágætis spili á köflum. Ákveðið hugmyndaleysi var þó fram á við sem gerði það að verkum að fá hættuleg færi sköpuðust. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli þjálfarans hófust tilraunir á háum sendingum inn á miðsvæði vallarhelmings Skallagríms þar sem Óli Adolfs ríkti eins og kóngur. Hættulegasta færi Hamars framan af átti Boban þegar hann hamraði boltan í samskeytinn. Þegar leið á fóru Hamarsmenn að reyna aðrar leiðir en háar sendingar og það skilaði árangri á 33. mínútu. Þá léku Boban og Atli vel saman og Boban sendi snilldar sendingu inn fyrir vörn Skallagríms á Dalibor sem kláraði færið vel með hnitmiðuðu skoti á fimm metrunum. Eftir markið áttu Hamarsmenn leikinn og allt leit út fyrir að fleiri mörk kæmu í kjölfarið. Þá tók dómari leiksins upp á því að blása fyrri hálfleikinn af.

Seinni hálfleikur var hnífjafn á öllum tölum og bæði lið áttu sín færi. Hamarsmenn voru heldur líklegri framan af hálfleiknum en Skallagrímsmenn sóttu í sig veðrið þegar á leið. Á 52. mínútu jöfnuðu Skallagrímsmenn svo eftir að aðstoðadómarinn tapaði rangstöðukunnáttu sinni í tvígang en sofanda háttur í vörninni auðveldaði einnig málið. Við markið greip um sig mikið óðagot hjá Hamarsmönnum og illa gekk að spila yfirvegað og markvisst. Skallagrímsmenn héldu áfram að spila sinn leik í rólegheitum enda ekkert í húfi hjá þeim. Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiks en Hamarsmenn reyndu að byggja upp sóknir og Skallagrímur sótti hratt á móti. Á 82. mínútu skoruðu Skallagrímsmenn svo sigurmarkið en Hamarsmenn reyndu hvað þeir gátu að jafna það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki.

Í hnotskurn: Súrt

Byrjunarliðið
Rocky
Jónas - Milos - Rafn(f) - Ásgeir(73)
Árni Geir(63) - Helgi - Önni(83) - Dalibor
Boban(þ) - Atli

Bekkurinn: Hlynur(m) - Tryggvi(83) - Trausti(63) - Heimir - Sindri - Kristján - Egill(73)

Liðstjórn: Hjörtur - Bjarni Haukur - Anton

Mark: Dalibor 33. mínútu

Leikskýrsla KSÍ