mánudagur, apríl 23

Spjalda- og markasúpa

Svenni í baráttunni
(mynd: Siggi Gú)

Hamar og Álftanes áttust við í æfingaleik á Selfossvelli á laugardaginn. Hægur vindur lék um fagurhærða og örlítil rigning á köflum kældi menn niður eins og hægt var. Hamarsmenn voru mættir með góðan og stóran hóp en þó vantaði nokkra og þar á meðal Árna Geir, Bjössa, Egil, Jónas og Trausta. Rocky kom inn í liðið aftur eftir vetrarfrí í heimalandi sínu og ánægjulegt að fá þennan viðkunnanlega markmann aftur til liðs við liðið.....

Hamarsmenn byrjuðu leikinn vel og voru ráðandi mest allan fyrri hálfleikinn. Álftnesingar voru þó snöggir fram og fengu nokkur ágætis færi inn á milli. Hamarsmenn reyndu eftir megni að byggja upp markvissar sóknir en einungis tvær skiluðu marki í fyrri hálfleik. Það fyrra skoraði Dalibor eftir gott samspil við Atla og Atli skoraði svo seinna markið sjálfur en hann pressaði þá vel á vörn Álftnesinga og skoraði af harðfylgni. Staðan var því 2-0 í hálfleik fyrir Hamar og útlitið gott.

Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Álftnesingar munin eftir að Robert missti boltan í vætunni. Siggi Gísli svaraði þó að bragði með glæsilegu marki og kom Hamri í 3-2. Bæði lið voru líkleg til þess að ná leiknum á sitt band eftir það og Álftnesingar gerðu það þegar ca. 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þeir jöfnuðu þá leikinn 3-3 og komust svo fljótlega í 3-4 og Hamarsmenn búnir að missa öll tök á leiknum því að í sömu andrá kom það fimma. Staðan orðinn 3-5. Tryggvi stimplaði sig svo vel inn í leikinn og minnkaði munin í 4-5 og kveikti aftur í Hamarsmönnum en undir lok leiksins skoruðu Álftnesingar flott mark beint úr aukaspyrnu og tryggðu þeim 4-6 sigur.

Önni og Zoran fylgjast vel
með hinum hrokkinhærða
(mynd: Siggi Gú)

Í hnotskurn: Frábær fyrri hálfleikur en jafn hræðilegur seinni hálfleikur. Misstum öll tök á því sem við vorum búnir að vera að gera. Hefðum samkvæmt öllu átt að vera búnir að klára leikinn en það segir sig sjálft að 6 mörk á 40 mínútum er ekki vænlegt til vinnings. Leikurinn var harður og því miður hafði dómarinn enginn tök á honum enda veifaði hann 5 rauðum spjöldum og á annan tug gulra sem hlýtur að teljast mikið fyrir æfingaleik.

Byrjunarliðið:
Mark:
Rocky
Vörn: Rafn(F)(70) - Milos(70) - Önni - Ásgeir(60)
Miðja: Helgi(75) - Zoran - Svenni(R) - Dalibor(75)
Sókn: Siggi Gísli(R) - Atli(75)

Varamenn: Anton - Heimir - Kristján - Mate - Siggi Gú - Sindri - Tryggvi

Liðstjórn: Boban(Þ) - Hjörtur - Egill - Hlynur
(ATH: skiptingar voru ekki skráðar þannig að ekki verður birt hver kom inn á fyrir hvern og af hverju)