Spjalda- og markasúpa
Svenni í baráttunni |
Hamarsmenn byrjuðu leikinn vel og voru ráðandi mest allan fyrri hálfleikinn. Álftnesingar voru þó snöggir fram og fengu nokkur ágætis færi inn á milli. Hamarsmenn reyndu eftir megni að byggja upp markvissar sóknir en einungis tvær skiluðu marki í fyrri hálfleik. Það fyrra skoraði Dalibor eftir gott samspil við Atla og Atli skoraði svo seinna markið sjálfur en hann pressaði þá vel á vörn Álftnesinga og skoraði af harðfylgni. Staðan var því 2-0 í hálfleik fyrir Hamar og útlitið gott.
Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Álftnesingar munin eftir að Robert missti boltan í vætunni. Siggi Gísli svaraði þó að bragði með glæsilegu marki og kom Hamri í 3-2. Bæði lið voru líkleg til þess að ná leiknum á sitt band eftir það og Álftnesingar gerðu það þegar ca. 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þeir jöfnuðu þá leikinn 3-3 og komust svo fljótlega í 3-4 og Hamarsmenn búnir að missa öll tök á leiknum því að í sömu andrá kom það fimma. Staðan orðinn 3-5. Tryggvi stimplaði sig svo vel inn í leikinn og minnkaði munin í 4-5 og kveikti aftur í Hamarsmönnum en undir lok leiksins skoruðu Álftnesingar flott mark beint úr aukaspyrnu og tryggðu þeim 4-6 sigur.
Önni og Zoran fylgjast vel |
Byrjunarliðið:
Mark: Rocky
Vörn: Rafn(F)(70) - Milos(70) - Önni - Ásgeir(60)
Miðja: Helgi(75) - Zoran - Svenni(R) - Dalibor(75)
Sókn: Siggi Gísli(R) - Atli(75)
Varamenn: Anton - Heimir - Kristján - Mate - Siggi Gú - Sindri - Tryggvi
Liðstjórn: Boban(Þ) - Hjörtur - Egill - Hlynur
(ATH: skiptingar voru ekki skráðar þannig að ekki verður birt hver kom inn á fyrir hvern og af hverju)