Leikur gegn Skallagrím
Hjálmur á mús? |
Á morgun fer fram síðasti leikur Hamars í riðlakeppni Lengjubikarsins á Akranesi. Leikurinn er gegn Skallagrím og fer fram klukkan 18:30 að staðartíma og samkvæmt veðurspá hallarinnar lítur út fyrir að það verði úrkomulaust og logn. Skallagrímsmenn eru með mjög góðan hóp sem samanstendur af ungum og sprækum og reynslumiklum í bland og nægir þar að nefna sleggjurnar Óla og Steinar Adolfssyni. Hamarsmenn geta með sigri tryggt sér toppsæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins sem yrði þá í fyrsta skipti sem Hamar næði þeim árangri.
Lagt verður af stað klukkan 16:00 frá íþróttahúsinu í Hveragerði og sameinað í bíla. Í Reykjavík verður hist í Select við vesturlandsveg í sama tilgangi klukkan 16:30.
Undirritaður mun bíða við göngin og útbýta miðum í þau en skilirði fyrir miða eru fjórir farþegar í bíl. Það er gert svo að menn séu ekki að rjúka af stað á tuttugu bílum.
18 verða á skýrslu sem leikmenn en allur æfingahópurinn er boðaður í leikinn (Bjössi líka!). Sameinaðir stöndum, sundraðir föllum!