mánudagur, maí 14

Gras, gras, gras!

Önni kampakátur
á grasinu!
Fyrsta æfingin á Grýluvelli þetta árið fór fram nú í kvöld við mikinn fögnuð Hamarsmanna og ekki annað að sjá að menn komi þokkalegir undan vetri. Hörku mæting var á æfinguna líkt og verið hefur í vor en eins og lög gera ráð fyrir bættust nokkrir kálfar í hópinn við tilkomu Grýluvallar. Völlurinn er í þokkalegu standi en fyrsti leikur sumarsins fer fram á honum á fimmtudaginn næstkomandi. Hjörtur formaður og Valli framkvæmdarstjóri voru að vonum glaðbeittir við þetta tilefni í kvöld og gáfu leikmönnum flottar íþróttatöskur með skóbotni, merktar Hamri og Powerade sem styrkir Hamar í baráttunni í sumar. Smellt var af nokkrum myndum á æfingunni og fylgja þær hér að neðan...