fimmtudagur, mars 31

Kannanir

Í ljósi gríðarlegrar pressu, sem sett hefur verið á stjórnarmenn þessarar síðu, hefur verið ákveðið – af þeim sem fyrir pressunni urðu – að endurlífga gamlan dagskrárlið. Þannig var að í eina tíð voru tvær kannanir á þessari síðu og mikill metnaður lagður í þær en þegar líða fór á minnkaði áhuginn og fljótlega var skorði niður um eina könnun. Sú sem eftir stóð féll hratt í kjölfarið á öllum vinsældarlistum og dó á endanum allt að því út. Þá var ákveðið að hafa bara eina könnun á ári og birta niðurstöður ákveðinna spurninga útfrá árstímabili. Nú verður þessu breitt á ný og reynt að fara meðalveg með því að hafa eina könnun og uppfæra hana einu sinni til fjórum sinnum í mánuði. Það mun fara eftir málefnum líðandi stundar hversu oft það verður hverju sinni. Hér verða svo birtar niðurstöður þessarrra kannannnnna og eftirfarandi eru niðurstöður úr könnun á algengum fótbolta kvilla sem er að táneglur haldast oft á tíðum illa á. Þó er erfitt að segja hvort aðeins knattspyrnumenn hafa kosið og í raun vonlaust að segja til um það hverjir hafa yfirleitt verið að kjósa enda niðurstöðurnar villandi með eindæmum. Það er þó algjört auka atriði og niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Hversu oft hefur þú misst tánögl?
Aldrei - 29%
Einu sinni - 16%
Tvisvar - 7%
Þrisvar - 9%
Fjórum sinnum - 4%
Oftar - 36%

Kveðja
Björn Ásgeir