Leikur við Í.R. í kvöld
Í kvöld, miðvikudaginn 9. mars 2005 kl:20:00
fer fram leikur við 2.deildar lið Í.R. úr Breiðholtinu.
Að venju er mikil eftirspurn eftir miðum á leikinn og
hefur fréttst af gallhörðum stuðningsmönnum Hamars sem
hafa hringt í tíma og ótíma í miðasölu Egilshallarinnar
til að vera vissir um að tryggja sér miða á leikinn.
Af því tilefni hefur einn dyggasti stuðningsaðili meistaraflokksins,
Kjörís, keypt 2040* miða á leikinn svo að allir Hvergerðingar
geti fylgt goðunum sínum á völlinn og verið þeirra 12. maður
í baráttunni sem er framundan
*(Hvergerðingar voru 2007 að tölu 1.des´04, og ættu
því að vera í dag um 2040 m.v. 6% fjölgun á ársgrundvelli).