föstudagur, mars 4

Hópurinn á laugardaginn

Tuttugu og eitt tippi mættu á Hamars æfingu í Hveragerði gær. Þar á meðal voru þó nokkur ný/gömul andlit eins og Gummi Baldurs, Valli Sport, Þráinn, Hemmi og Fribbi. Stemmningin var mjög góð og ekki laust við að gömlu kempurnar hækki alla staðla, jafnt spilamennsku og baráttu, með viðveru sinni. Orkubúntið mikla, Þráinn Ómar Jónsson, fór mikinn á æfingunni og gott að fá alvöru baráttujaxl á æfingu til að ýta aðeins við mönnum. Það yrði gríðarlegur styrkur fyrir okkur að fá hann í form og vonum við nú innilega að hann leggi lóðin á hilluna og fari að einbeita sér að hinni göfugu íþrótt sem knattspyrnan er. Um helgina verða tveir æfingarleikir. Annars vegar við Ægir á laugardaginn á gervigrasvelli Fylkis. Mæting er þrjú í bænum en lagt verður af stað klukkan tvö frá Hveragerði. Hins vegar eigum við leik við 2. flokk Gróttu á sunnudaginn, tíminn á honum liggur ekki alveg fyrir en líklegt að hann sé um sex leitið. Kiddi valdi hóp fyrir Ægisleikinn vegna mannmergðar en í sunnudagsleikinn, við Gróttu, eiga allir þeir sem æft hafa reglulega undanfarið að mæta. Þá er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru ekki í laugardagshópnum að sanna sig fyrir komandi leiki. Í vikunni munum við svo mæta 2. deildarliði Í.R. og ljóst að nauðsynlegt er fyrir okkur að vera búnir að koma einhverju skipulagi á okkar leik fyrir þau átök. En eins og öllum ætti að vera orðið ljóst þá er tímabilið komið á fullt skrið og ekkert annað að gera en að fara að hunska sér í form. Ég skeytti við það sem mér kom fyrst í hug þegar ég ritaði nöfn þeirra manna sem eru í laugardagshópnum:

Hópurinn*
Atli markmaður
Ásgeir Ofurhetja
Rafn ROSALEGI
Haukur í horni
Hjörtur... chairman of the board
Hafsteinn new kid in town
Karl Valur svaka reður
Gummi Baldurs, á fimmtugsaldri? neeeeei er það???
Stefán Helgi... hva? viltu ekki kyssa mig???
Angan-týr... alveg-nýr
Þráinn kominn aftur... honum fylgir svakalegur kraftur!
Eigill spegill hermd þú mér...
Helgi hárkolla
Hafþór Björns framfarakóngurinn mikli
Hákon vantar sumarvinnu í Hveragerði
Sigurður Gústafs bjargvætturinn mikli
Sigurður Gísli... ef hann verður ekki með Ægi!

* Með fyrirvara um fyrirvaralausar breytingar

Kveðja
Björn Ásgeir