Hamar vs Í.R.
Leikurinn við 2. deildarlið Í.R. fór fram í Eigilshöllinni í gær. Fyrri hálfleikur var mjög góður af okkar hálfu að mörgu leiti. Við mættum ákveðnir til leiks og byrjuðum leikinn af mikilli skipulagningu og vörðumst Í.R.-ingunum vel. Jónas gleymdi því að það þarf að hita sleggjurnar á honum betur upp en títuprjónana á okkur hinum og tognaði hann því snemma leiks og fór útaf. Í.R. voru meira með boltan fyrstu mínúturnar en við náðum að halda þeim niðri. Greinilegur munur á leik okkar liðs. Það skilaði því að við fórum svo að ná boltanum niður meðal okkar manna og var gríðarelga fín hreyfing á mannskapnum og mikið um þríhyrningaspil af okkar hálfu út um allan völl, sem hefur annars ekki sést þetta árið hjá okkur. Í.R.-ingarnir náðu þó að skora fjögur mörk, tvö vafasöm, í fyrri hálfleik en við hefðum auðveldlega getað verið búnir að skora allavega fjögur. Það var eitt mark dæmt af Sigga Gísla vegna meintrar rangstæðu, Hannes átti skot í slánna, Rabbi átti skot sem laumaðist rétt framhjá markinu, Þráinn átti bylmingsskot og fleiri færi fengum við sem hefðu á góðum degi dottið inn en allt kom fyrir ekki. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað hjá Í.R.-ingum, enda skiptu þeir þá inná ellefu leikmönnum (að sögn Hlyns "Ægis" Kárasonar sterkari hóp en var í fyrri) en við skiptum einum inn á, enda aðeins með fáa skiptimenn. Við náðum að verjast þeim í þó nokkurn tíma en þegar leið á var vindurinn úr okkur. Við misstum niður skipulagið góða sem við höfðum byrjað með og mörkin fóru að detta inn hjá þeim. Endanleg markatala var eitthvað leiðinleg en margir ljósir punktar í leik okkar, þá aðallega í þeim fyrri. Við vorum að keppa við 2. deildar lið sem er komið lengra en við og með töluvert stærri hóp þannig að á heildina litið getum við séð margt sem hefur breyst til batnaðar á síðustu tvem til þrem vikum. Við höldum bara áfram að smá bæta okkar leik, sem við höfum vissulega verið að gera, og þá kemur að því að við förum að ná því skipulagi sem var í fyrri hálfleik okkar í gær í 90 mínútur og verðum klárir í deildarbikarinn. Nú verður smá leikja pása eftir strangt prógram undanfarið og ekki leikur fyrr en laugardaginn 19. Þó er létt skokk í kvöld og pottur og á laugardaginn líka en svo er aftur æfing á mánudaginn.
Hópurinn í gær:
Markmenn:
Atli
Jónsi
Varnarmenn:
Jónas
Stebbi
Njörður
Ásgeir
Kiddi
Sigurjón
Finnbogi
Miðjumenn:
Hákon
Rafn
Hannes
Haffi B.
Sóknarmenn:
Sigurður Gísli
Þráinn
Tryggvi
Kveðja
Björn Ásgeir
fimmtudagur, mars 10
Nýlegar fréttir
- Leikur við Í.R. í kvöldí Egilshöllinni.Í kvöld, mi...
- Hópurinn á laugardaginnTuttugu og eitt tippi mættu...
- Dregið í Visa-bikarnumÍ þetta skipti sitjum við hj...
- Hamar (small í og það kom) Aftur eldingMér þykir l...
- Leikur við Aftureldingu í kvöld.Í kvöld, þriðjudag...
- Leikmanna kynning 2005Jónas Guðnason / Jarðýtan / ...
- Hamar vs 2. flokkur GróttuAnnar æfingarleikur okka...
- Leikmanna kynning 2005Það skal tekið fram að leikm...
- Tipp-leikurÉg vil vekja athygli á því að ég er að ...
- Æfingarleikurþriðjudaginn 22. febrúar verður annar...