Vor-Þjappa 2005
Á fimmtudaginn kemur verður æfing samkvæmt áætlun klukkan 18:30 í Hveragerði. Þá mun Kiddi þjálfari tilkynna hópinn fyrir leikinn á laugardaginn og því mikilvægt fyrir alla að mæta. Leikurinn fer fram klukka 10:30 á laugardagsmorgun og er við old boys Fylkis, sem eru mjög vel spilandi samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Á laugardaginn er svo stefnt á vor-þjöppu, svona til þess að þétta hópinn vel saman fyrir komandi átök í deildarbikarnum. Heyrst hefur að Guðjón fyrrverandi fyrirliði sé að koma til landsins og ætli að heiðra okkur með nærveru sinni ásamt Hlyn Ægismanni og fleirum. Stefnt er á að hittast klukkan 20:00 á Pizza Hveragerði en þó eru allar uppástungur um hitting fyrr vel þegnar. Þar verður B**r og pizza hlaðborð á 1000 krónur og Kók og pizza hlaðborð á 750. Allir sem hafa á einum tíma eða öðrum æft með Hamri, já og þeir sem hafa áhuga á að æfa með Hamri eru velkomnir. (það á líka við um ungu pjakkana í 2. og 3. flokki) Skemmtiatriði er eitthvað sem hver og einn verður að koma með. Einn skemmtilegan leik eða þraut sem lögð verður fyrir mannskapinn. Ekki er fyrir séð hvað verður gert eftir pizza partýið en vegna óviðráðanlegra orsaka misstum við partý staðinn okkar. Allir eru því beðnir um að líta í eigin barm, eða á foreldra, og athuga hvort grundvöllur sé fyrir heimboði 15-20 ungra rólegra pilta. Annars kíkjum við bara á Eden planið eins og í den og svo í Baulu gömlu. ALLIR AÐ MÆTA!!!
miðvikudagur, mars 16
Nýlegar fréttir
- Hamar vs Í.R.Leikurinn við 2. deildarlið Í.R. fór ...
- Leikur við Í.R. í kvöldí Egilshöllinni.Í kvöld, mi...
- Hópurinn á laugardaginnTuttugu og eitt tippi mættu...
- Dregið í Visa-bikarnumÍ þetta skipti sitjum við hj...
- Hamar (small í og það kom) Aftur eldingMér þykir l...
- Leikur við Aftureldingu í kvöld.Í kvöld, þriðjudag...
- Leikmanna kynning 2005Jónas Guðnason / Jarðýtan / ...
- Hamar vs 2. flokkur GróttuAnnar æfingarleikur okka...
- Leikmanna kynning 2005Það skal tekið fram að leikm...
- Tipp-leikurÉg vil vekja athygli á því að ég er að ...