þriðjudagur, apríl 25

Leikmannamál

Meistaraflokkur knattspyrnudeildar Hamars hefur undanfarnar vikur verið á höttunum eftir liðsstyrk fyrir átök sumarsins enda ætlum við okkur stóra hluti í 3. deildinni í sumar og stefna ótrauðir á baráttuna um sæti í 2. deild að ári.

Tveir leikmenn hafa yfirgefið félagið í vor og fóru þeir báðir til Árborgar. Það voru þeir Hreimur Örn Heimisson og hin geðþekki Sigurður Einar Guðjónsson sem tók að sér þjálfunarstarf Árborgarliðssins.

Hamar hefur hins vegar fengið alls tólf leikmenn inn í hópinn í vor bæði gamla hamarsmenn sem og nýja félaga. Meðal þeirra eru þrír serbneskir leikmenn sem hafa nú gert samning við Hamar og unnið er að dvalar og atvinnuleyfum fyrir leikmennina og er von á þeim til liðsins í byrjun maí. Kristmar þjálfari þekkir vel til leikmannanna og hefur haft umsjón með vali á þeim, en þeir eru :

Robert Mitrovic, fæddur 1973, er markvörður frá FK Timok Zajecar. Hann var meðal annars undir smásjá Grindvíkinga vorið 2003 og æfði með þeim um tíma.
Mladen Ilic, fæddur 1976, er miðjumaður sem kemur frá Tindastól. Hann spilaði fyrir Fjölni árið 2004 og fyrir Tindastól 2005.
Milos Milojevic, fæddur 1982, er varnarmaður frá FK Timok Zajekar.

Einnig hafa gengið til liðs við Hamar eitt stykki tvíburar, svona til að vega upp á móti við Árborg sem eiga heimsmet í tvíburum, ásamt fleiri leikmönnum. Þá höfum við endurheimt úr helju þrjá gamla hamarsmenn, þá Sigga Gísla, Björn Aron og Haffa Stefáns. Þeir leikmenn sem hafa skipt í Hamar í vor eru:

Kristmar Geir Björnsson, tók við þjálfun liðsins og kemur frá Tindastól.
Árni Vigfússon, fæddur árið 1981, frá Tindastól.
Þorsteinn L. Vigfússon, fæddur sama ár og bróðir sinn, frá Tindastól.
Árni Geir Valgeirsson, fæddur 1980, frá B-52 í Danmörku.
Brynjar Elefsen, fæddur 1979, frá Tindastól.
Sigmar Karlsson, fæddur 1986, markmaður frá Selfossi.
Björn Aron Magnússon, fæddur 1985, frá Selfossi.
Sigurður G. Guðjónsson, fæddur 1986, frá Ægi.
Hafþór Örn Stefánsson, fæddur 1988, markmaður frá Ægi.

Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri leikmenn gangi til liðs við Hamar á næstu dögum og vikum en þeir leikmenn verða þá kynntir þegar þar að kemur. Þeir leikmenn sem taldir eru upp hér að ofan verða svo myndaðir og kynntir aðdáendum Hamars einn af öðrum á næstu vikum.

Kveðja, Stjórnin.