Rafn spurður að leikslokum (ÓRITSKOÐAÐ!)
Hamarsmenn mættu Skallagrím á Ásvöllum í gær og af því tilefni var Rafn Rafnsson tekin á tal strax eftir leikinn.Björn Ásgeir: Jæja Rabbi, sveittur eftir leikinn?
Rafn: Jáh, ekkert smá! Finndu þetta...
BÁ: Nei láttu ekki svona, reynum að vera svolítið fagmannlegir...
Rafn: Nei í alvörunni fyndu þetta hérna...
BÁ: Viltu gjöra svo vel að fara í stuttbuxurnar!
Rafn: Æjji... ok!
BÁ: Jæja, það var svolítill vindgangur í dag?
Rafn: Já, smá rok og við byrjuðum móti vindi. Við byrjuðum þó af krafti fyrstu fimm mínúturnar en eftir það náðu skallarnir völdum. Við áttum þó ca. 3 mjög góð færi sem nýttust ekki en svo kom Siggi Gísli okkur loks yfir eftir ca. 25 mín. Pressan var þó nokkur á okkur eftir það og þeir náðu að skora úr frákasti eftir hornspyrnu. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks settu þeir annað mark eftir skyndisókn og staðan því 2-1 fyrir þá í hálfleik.
BÁ: Var eitthvað leiðinlegt í hálfleik?
Rafn: Jah, maður gæti haldið það, við vorum andlausir í byrjun seinni hálfleiks og fengum mjög snemma á okkur mark þar sem vörn og miðja voru sofandi. En við sýndum karakter og ca. 15-20 mín fyrir leikslok settu skallarnir sjálfsmark eftir marktilraun Sigga Gísla. Örfáum mínútum fyrir leikslok skoraði Bjössi svo eftir fallegt spil upp miðjuna og jafnaði 3-3. Við hefðum hæglega getað stolið sigrinum því Haukur fékk ágætis færi en skotið fór beint á markmann skallanna.
BÁ: Áttum við að vinna?
Rafn: Í heildina var jafnræði með liðunum. Við vorum betri á sumum köflum meðan þeir voru betri á öðrum. Það er greinilega undibúningstímabil ennþá og við þurfum að vinna að því að koma okkur í betra form, þó að við skyldum vera seigari en þeir í restina.
BÁ: Jákvæðir punktar?
Rafn: Já, jákvætt var að sjá að við höfðum stórann hóp þar sem færri komast að en vilja. Yngri strákarnir eru að koma vel út úr þessu og það bera að hafa í huga að liði okkar er gríðarlega ungt þó að menn séu nú alveg komnir með smá reynslu.. Meðalaldur byrjunarliðsins í dag var rúm 22 ár. Jákvæðir punktar eru þeir að við erum að reyna að spila boltanum niðri og taka þríhyrninga. Hafa verður líka í huga að það vantar ennþá þó nokkra lykilmenn í liðið og spennandi að sjá þá koma inn... ef þeir ná þá að vinna sér sæti í liðinu.
BÁ: En ertu sáttur við niðurstöðuna, 3-3?
Rafn: nei.... áttum að vinna þetta lið... vindurinn var svolítið á móti okkur í fyrri hálfleik sem gerði þetta svolítið erfitt... þurfum bara að ná að stilla liði betur saman þá tökum við svona lið, en ég labbaði ósáttur útaf eftir jafnteflið, áttum að taka 3 stig.
BÁ: Þá þökkum við Rafni fyrir þetta og leyfum honum að fara í sturtu en á meðan kíkjum við á uppstillingu liðsinns. Lagt var upp með Chelsea uppstillinginu með Sigga Gísla í hlutverki Drogba, Helga í Eið Smára, Bjössa og Binna í Cole/Duff, Hannes og Kristmar í Lampard/Makalele, Björn Aron og Haffi Björns í Carvalho/Del Horno, Rafn og Steini í Terry/Gallas og svo tók Simmi Tjékkan. Hér til hægri má sjá byrjunarliðið.
Varamenn:
Haukur(Inn fyrir Binna á 70. mín)
Þórir
Tryggvi
Heimir
Á svæðinu voru einnig:
Hjörtur Sveinsson
Árni tvíbbi... þykist vera meiddur
Egill.. þykist líka meiddur
Finnbogi... lét ekki sjá sig
Kv. Björn Ásgeir