þriðjudagur, apríl 11

Leikmenn: Rafn H. Rafnsson

Rafn H. Rafnsson
Rabbi er sá leikmaður Hamars sem hefur spilað flesta leiki fyrir félagið eftir Björvömb. Hann vann verðlaunin fyrir leikmann ársins fyrstu tvö tímabilin eftir að Hamar byrjaði aftur í Íslandsmóti og er sá leikmaður sem missir ekki úr leik. Hann hefur oftast borið fyrirliðaband félagsins og í fyrra tók hann við þjálfun liðsins í lok sumars og reif upp móralinn hjá liðinu með skemmtilegum æfingum og vel útfærðu leikskipulagi. Hann færði þá liðinu eina sigur síðasta sumars gegn KFS í eftirminnilegum leik og skoraði sjálfur tvö mörk í 3-2 sigri. Rabbi mun án efa verða mikilvægur fyrir liðið á komandi tímabili og gera harða atlögu að endurheimtingu titli leikmanns ársins.

Nafn: Rafn Haraldur Rafnsson
Gælunafn: Rosa-Rafn
Fæðingardagur/ár: 18. Júni 1982
Hæð og Þyngd: 183cm og 77kg
Staða á vellinum: Miðja..eina staðan með viti
Uppáhalds númer: 9
Leikir og mörk með Hamri: 59 leikir 7 mörk
Fyrri félög: Fram, Fjölnir, Selfoss
Besti samherjinn: Kristmar(fæ ég ekki örugglega að vera í frjálsu hlutverki í sumar?)
Fallegasti samherjinn: Marri aftur…yfirburða fallegastur
Eftirminnilegasti leikurinn: Ætli eftirminnilegasti leikurinn með Hamri sé ekki gegn KFS síðasta sumar, fyrsti leikurinn sem ég þjálfaði. Unnum leikinn og ég setti tvö;). Annars var ekki leiðinlegt að spila á móti Ma**hester United(eitthvað sveitalið frá uppsveitum Skotlands) í 3. flokki í Liverpool treyju innanundir.
Knattspyrnumottó: Þeir skora sem þora. Og einnig: Robbie Fowler er bestur
Markmið: Upp um deild í ár og ekkert rugl
Annað: Ef það væri ekki hægt að klobba þá væri fótboltinn ekki samur...og svo eiga náttúrulega ALLIR bæjarbúar að kíkja á völlinn í sumar(sjá hvað hann er vel merktur og svona)

E-mail: rafnr05@ru.is
MSN: rafnharaldur@hotmail.com
Sími: 8670747